Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Ránsríkisstjórnin

Síðastliðin föstudag féll ákaflega sérstakur dómur í héraðsdómi í máli Lýsingar gegn skuldara, þessi dómur var sérstakur fyrir margra hluta sakir, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að einn dómarinn er giftur manni sem hafði tekjur af því að innheimta stökkbreyttan höfuðstól gengistryggðra lána, og auðvitað vill hún ekki missa spón úr aski sínum, auk þess er sækjandinn í málinu starfsfélagi mannsins hennar, og svo vill líka þannig til að starfsfélagi mannsins hennar sem er sækjandi í málinu er giftur Álfheiði Ingadóttur sem er ráðherra í ríkisstjórn og náinn samstarfsmaður Steingríms J fjármálaráðherra, þannig að um er að ræða venslatengsl, fjárhagsleg og pólitísk tengsl og hagsmuni, sem varða dómarann beint.

Það er samt annað í þessu máli sem er enn athyglisverðara, það er að í þessu máli opinberast meginstefna og markmið núverandi ríkisstjórnar mjög skýrt, því þó að þessi ríkisstjórn viðist vera lin og óstarfhæf þá er hún í raun og veru sannkölluð starfsstjórn, sem vinnur að því dag og nótt að gera tvennt, í fyrsta lagi að auka skuldir og álögur á almenning,  helst þanning að að hann geti ekki staðið í skilum, og í öðru lagi að afhenda kröfuna erlendum aðilum.

Þetta mynstur er endurtekið allstaðar í þjóðfélaginu, munum t.d. hvernig ránsríkisstjórnin tók á ICESAVE, þar eru þessi tvö meginstef ránsríkistjórnarinnar að verki, að skuldsetja almenning með skuldum sem ekki eru hans og hann getur ekki borgað, og að afhenda kröfuna erlendum aðilum.

Til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram ætlunarverki sínu þ.e. að skuldsetja þjóðina þá verður hún að geta haldið áfram að innheimta stökkbreyttan höfuðstól gengistryggðra lána. Sjávarúvegurinn, landbúnaðurinn, heimilin og flest fyrirtæki í landinu eru með stökkbreytt myntkörfulán, og nú er það bara tímaspursmál hvenær erlendir aðilar eignast það allt, því ránsríkisstjórnin er að afhenda og er í mörgum tilfellum búin að afhenda kröfuna á stökkbreyttu ólöglegu lánunum í hendurnar á erlendum aðilum.

Ránsríkisstjórnin er byrjuð að afhenda auðlindirnar og hún ætlar sér að sitja áfram þangað til að hún er búin að stela öllu sem hægt er að stela af þessari þjóð. Þá er fullveldið bara eftir og hún mun afhenda ESB það á silfurfati með þeim orðum að hér sé hvort eð er allt í kaldakoli og engar auðlindir né sjálfsvirðing eftir í eigu þjóðarinnar.

Þetta eru stefnumál og starf þessarra ránsríkisstjórnar. Ef einhver er í vafa þá bið ég viðkomandi að skoða verkin þeirra, það er svo reglulegt munstur að það er ekki hægt að loka augunum fyrir því.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband