Ránsréttur – svar til eiginmanns dómarans

Brynjar Nielsson hæstarréttarlögmaður fullyrðir í grein sinni, “Dómarinn, heilbrigðisráðherrann og eiginmenn þeirra” að ég fari með rangt mál í grein minni Ránsríkisstjórnin, þar sem ég segi að það séu hagsmunatengsl, venslatengsl og pólitísk tengsl á milli þessara aðila. Var ég þar að fjalla um dómsmál sem eiginkona Brynjars felldi í héraðsdómi 23. júlí sl. í máli Lýsingar gegn skuldara myntkörfuláns.

Brynjar segir að hann hafi ekki haft tekjur af því að innheimta lán með ólöglegri gengistryggingu (en hefur þó rekið mál fyrir SP-fjármögnun) og að hann starfi ekki á stofunni Lagastoð heldur sé þar aðeins leigjandi. Á heimasíðu Lagastoðar er Brynjar þó skráður samstarfsaðili og er að finna undir liðnum Starfsfólk á www.lagastod.is og hefur netfangið brynjar@lagastod.is. Auk þess hefur Brynjar sama faxnúmer (581-1175) og Sigurmar K. Albertsson hjá Lagastoð sem stefndi inn umræddu dómsmáli f.h. Lýsingar.

Lögmannsstofan sem Brynjar er samstarfasaðili hjá hefur því haft töluverðar tekjur af innheimtu ólögmætra lána þó að Brynjar sjálfur hafi kannski ekki innheimt þær skuldir sjálfur eins og starfsfélagi hans Sigurmar og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur ráðherra.

Rök dómarans í umræddu dómsmáli eru þar að auki eins og lögfræðiálit eiginmans hennar, Brynjars, sem birtist á ruv.is 26.júní sl., að „lántakendur gengistryggðra lána hafi í raun og veru samið um verðtryggingu og þó sú verðtrygging hafi verið dæmd ólögleg þá útiloki það ekki aðra verðtryggingu á lánunum”. Dómarinn segir í dómsorði það vera: „ljóst að aðilar hafa við gerð hans (innsk samningsins) tekið mið af því að lánið yrði verðtryggt með ákveðnum hætti og að jafnframt yrðu greiddir vextir sem tækju mið af umsaminni gengistryggingu sem dæmd hefur verið óheimil.”

Sigurmar K. Albertsson sem hefur stefnt fjölda skuldara f.h. Lýsingar og SP fjármögnunar felldi niður mörg mál sem komin voru inn til dómstóla þegar Hæstiréttur kvað upp sinn dóm, en valdi þetta tiltekna mál til að stefna inn að nýju sem fékk flýtimeðferð fyrir dómstólum. Niðurstaða dómarans var síðan alveg eins og tilmælin frá Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands sem gefin voru út í lok júní sl., þ.e. að lánið skyldi bera óverðtryggða vexti SÍ.

Dómarinn var í fyrsta lagi vanhæfur til að dæma í þessu máli, til þess voru tengslin við lögmannstofuna Lagastoð of mikil, rök dómarans voru í öðru lagi eins og álit eiginmannsins og niðurstaðan var í þriðja lagi eins og stjórnvöld vonuðust til. Starfsfélagi verjandans í málinu var þar að auki Árni Helgason sonur Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. Hvers vegna varð einmitt þetta mál fyrir valinu til að „eyða réttaróvissu”?

Að lokum vil ég kasta fram þeirri spurningu til lesenda hvort þeim finnist eðlilegt í svona mikilvægu máli sem snertir þorra þjóðarinnar, að svo mikil tengsl skuli vera milli lögmanns sækjanda og dómarans. Vekur það ekki upp spurningar um hlutleysi dómarans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý Hafsteinsdóttir

Brynjar formaður Lögmannafélagsins
MBL 12 maí 2010

Aðspurður játar Brynjar því að sumir kjósendur hafi mögulega varið atkvæði sínu í ljósi þess á hvaða lögfræðistofum frambjóðendurnir starfa. Brynjar starfar hjá Lagastoð, en Heimir Örn hjá Lex. Lex er ein stærsta lögmannsstofa landsins og tengist því ósjaldan lögfræðilegum málum sem ber hátt í þjóðfélagsumræðunni. Getur það hafa skipt máli.

Sjá:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/12/brynjar_formadur_logmannafelagsins/

Signý Hafsteinsdóttir, 6.8.2010 kl. 14:35

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Flott grein...væri þetta lagt fyrir í rétti mætti leiða sterkar líkur á að með þessu væri tekin af öll tvímæli um vanhæfni...

Haraldur Baldursson, 9.8.2010 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband